KA/Þór heldur sigurgöngu sinni í KA-heimilinu áfram en liðið lagði FH að velli í 1.deild kvenna á laugardag, 24-22.
Heimakonur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með sjö mörkum í leikhléi, 16-9. FH spilaði hins vegar mun betur í síðari hálfleiknum og náðu að minnka forystuna niður í tvö mörk.
Nær komust þær þó ekki og enn einn heimasigur KA/Þór staðreynd. Þar með endurheimtir liðið toppsætið en KA/Þór og HK eru jöfn að stigum í efstu tveim sætunum og hefur Akureyrarliðið betri markatölu.
Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 6, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1, Erla Hleiður Tryggvadóttir 1.
Markaskorarar FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 10, Laufey Lára Höskuldsdóttir 5, Arndís Sara Þórsdóttir 3, Tanja Geirmundsdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 1, Hrafnhildur Hekla Björnsdóttir 1.
UMMÆLI