NTC

KA/Þór burstaði Aftureldingu

Katrín Vilhjálmsdóttir var markahæst í gær.

KA/Þór gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gær og vann öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í 1.deild kvenna í handbolta í gær.

Liðin eru í ólíkri stöðu í deildinni því Afturelding er í þriðja neðsta sæti á meðan Akureyrarliðið er á toppnum.

Leikurinn var eftir því og var sigur KA/Þór aldrei í hættu. Staðan í leikhléi 7-17 fyrir KA/Þór. Lokatölur urðu svo 23-31 og trónir KA/Þór á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.

Katrín Vilhjálmsdóttir var atkvæðamest í liði KA/Þórs með sjö mörk. Þær Martha Hermannsdóttir og Steinunn Guðjónsdóttir komu næstar með sex mörk.

Markaskorarar KA/Þór: Katrín Vilhjálmsdóttir 7, Martha Hermannsdóttir 6, Steinunn Guðjónsdóttir 6, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 1, Aldís Ásta Heimisdóttir 1.

Markaskorarar Aftureldingar: Paula Chirila 6, Jónína Líf Ólafsdóttir 4, Telma Rut Frímannsdóttir 4, Dagný Huld Birgisdóttir 4, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó