NTC

Kata Vignis verður kynnir á Einni með öllu í ár

Kata Vignis verður kynnir á Einni með öllu í ár

Katrín Birna Vign­is­dótt­ir eða Kata Vign­is eins og hún er kölluð verður kynnir hátíðarinnar Einnar með öllu sem fer fram á Akureyri um Verslunarmannahelgina 2021.

Kata er 23 ára hlaðvarps­stjórn­andi á Ak­ur­eyri. Hún kláraði BA-gráðu í dansi í Barcelona á síðasta ári en Covid heims­far­ald­ur­inn breytti áætl­un­um henn­ar um flek­ari land­vinn­inga. Í nóv­em­ber flutti hún til Ak­ur­eyr­ar þar sem hún stjórn­ar hlaðvarpsþætt­in­um Farðu úr bæn­um. Þar ræðir hún við áhugavert fólk frá Akureyri og hefur notið mikilla vinsælda. Þættirnir eru meðal annars aðgengilegir hér á Kaffið.is.

„Við hlökkum mikið til að vinna með henni Kötu í að gera hátíðina ógleymanlega,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Sambíó

UMMÆLI