KATA gefur út nýtt lag

KATA gefur út nýtt lag

Á morgun, 5. janúar, gefur söngkonan KATA ásamt Bomarz út lagið „Og ég flýg“. Lagið er jafnframt það fyrsta sem KATA og Bomarz gefa út í samstarfi sínu en Bomarz hefur getið sér gott orð sem bæði lagahöfundur og próducent og hefur komið að mörgum af vinsælustu lögum landsins.

KATA, eða Katrín Mist Haraldsdóttir, er söng- og leikkona frá Akureyri sem hefur síðustu ár starfað við Borgarleikhúsið og farið þar meðal annars með hlutverk Reiða Bubba í stórsöngleiknum Níu líf.

„Ég hef alltaf verið í tónlist að einhverju leyti, ég var í tónlistarskóla bæði í grunn- og menntaskóla og hef verið að koma reglulega fram sem söngkona í gegnum tíðina og auðvitað sungið mikið í leikhúsinu en hef alltaf borið fyrir mig að ég hafi ekki tíma til að gera músik af einhverri alvöru.Mér finnst tónlist mjög persónuleg og ætli það hræði mig ekki smá. Nú fannst mér hinsvegar tímabært að kasta mér út fyrir þægindarammann og hrista aðeins upp í sjálfri mér. Við Bjarki (Bomarz) sömdum lagið saman og það fjallar einmitt aðeins um þetta að sleppa tökunum og hvað það getur verið frelsandi að leyfa sér að sleppa úr fangelsinu sem hugurinn getur verið,“ segir Katrín Mist.

Lagið kemur út á streymisveitunni Spotify á miðnætti 4.janúar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó