NTC

Karlmaður á þrítugsaldri datt niður af svölum

classic-italian-balcony-decoration

Svalir.

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri var karlmaður á þrítugsaldri fluttur á sjúkrahús með lærbeinsbrot og mögulega fleiri beinbrot aðfaranótt sunnudags. Hann féll niður af svölum á þriðju hæð í blokkaríbuð á Akureyri og slasaðist töluvert.

Fréttastofa RÚV á Norðurlandi greinir frá því að maðurinn hafi ætlað að koma vinkonu sinni til aðstoðar. Hún bjó í húsinu en hafði læst sig úti. Maðurinn ætlaði að klifra niður á svalir hennar frá svölum á fjórðu hæð en ekki hafi það tekist betur en svo að hann hafi misst takið og fallið niður á lóðina fyrir neðan.

 

Sambíó

UMMÆLI