Karlar í yngri barna kennslu

Karlar í yngri barna kennslu

Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla fóru nýlega af stað með verkefni sem er ætlað að vekja athygli ungra karla á starfi leikskólakennara. Verkefnið er einnig ætlað til að fjölga ungum karlmönnum í því starfi.

Verkefnið er undir yfirskriftinni Karlar í yngri barna kennslu. Samstarfsaðilar hlutu styrk úr Jafnréttissjóði Íslands til að vinna að verkefninu. Þrír karlkyns verkefnisstjórar munu fá styrk að upphæð 1 milljón króna til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017. Námið mun veita þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó