NTC

Karlakór Akureyrar-Geysir og Anna Richardsdótti halda tónleika

Anna Richards listakona

Anna Richards listakona

Karlakór Akureyrar-Geysir og listakonan Anna Richardsdóttir sameina krafta sína á tónleikum í Skýli 13 á Akureyrarflugvelli, laugardaginn 19. nóvember kl. 16:00. Um einstakan viðburð er að ræða þar sem karlakór og danslistamaður sameinast á ákaflega óhefðbundnum tónleikum.

Þarna flytur karlakórinn tónlist úr ýmsum áttum. Kórlög, jass, popptónlist og ljóðasöng, í útsetningum Hjörleifs Arnar Jónssonar og fleiri. Anna Richardsdóttir hefur samið dansspuna við flest laganna og úr verður sjónræn og tónlistarleg upplifun. Tónleikarnir eru í samstarfi við: Flugklúbb Akureyrar, Norlandair, Mýflug, Flugfélag Íslands og Isavia.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó