Karlakór Akureyrar-Geysir 100 ár – er titill á nýrri plötu sem komin er í spilun á Spotify. Á plötunni eru 9 lög sem hljóðrituð voru í nóvember 2023 – en kórinn fagnaði 100 ára samfelldu starfi 2022.
Söngstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis frá 2021 er Valmar Väljaots. Einsöngvarar í þessarri útgáfu eru Arnar Árnason tenór og Magnús Hilmar Felixson tenór. Hljóðfæraleikur á plötunni er í höndum Valmar Väljaots á píanó, Halldór G Hauksson slagverk, Kristján Edelstein gítar og Pétur Ingólfsson bassi
Upptökur og hljóðvinnsla: Kristján Edelstein
Master og yfirfærsla: Haukur Pálmason
Lögin á plötunni eru:
1. Þú komst í hlaðið
Lag; Gustaf Sämon, texti; Davíð Stefánsson
2. Látum sönginn hvellan hljóma
Lag; Edvard Grieg, texti; Benedikt Þ Gröndal
3. Ár vas alda
Íslenskt þjóðlag (úts. Jón Þórarinsson), texti úr fornkvæðinu Völuspá
4. Fram í heiðanna ró
Lag; Daniel E. Kelly (Úts.Stefán R Gíslason), texti; Brewster Highley (þýð. Friðrik A
Friðriksson)
5. Gullvagninn
Amerískt þjóðlag , texti; Jónas Friðrik Guðnason
Einsöngur: Magnús Hilmar Felixson
6. Sjómannapolki
Lag; Jaromir Vejvoda (úts.Roar Kvam), texti Valdimar Hólm Hallstað
7. Brimlending
Lag; Áskell Jónsson, texti; Davíð Stefánsson
8. Sigling inn Eyjafjörð
Lag; Jóhann Ó Haraldsson, texti Davíð Stefánsson
Einsöngur: Arnar Árnason
9. Burtu með sorg og sút
Lag; Carl Michael Bellman (Úts.Jan A Ahlström), texti; Sigurður Hallur Stefánsson
Karlakór Akureyrar-Geysir 100 ár (smella til að spila)
UMMÆLI