NTC

Kári Fannar Lárusson sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins

Vinningsmynd Kára Mynd: Himinmynd

Vinningsmynd Kára
Mynd: Himinmynd

Kári Fannar Lárusson stóð uppi sem sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmyndin er loftmynd sem Kári tók af miðbæ Akureyrar þegar kveikt var á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu.

„Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári í samtali við Vísi.is

Verðlaunin sem Kári hlýtur er glæsileg Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. Kári segir ljósmyndun hafa verið áhugamál hans í meira en áratug.

Sigurmynd Kára hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en hún birtist fyrst á Facebooksíðunni Himinmynd þar sem sýnd eru video og loftmyndir teknar úr flýgildi (dróna) og myndefnið er aðallega tekið í kringum Akureyri.

Alls tóku 300 ljósmyndir þátt í keppninni en hægt er að sjá þær allar og lesa ítarlegra viðtal við Kára hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó