Söngkonan og Akureyringurinn Karen Ósk Ingadóttir hefur verið tilnefnd sem söngkona ársins á Hlustendaverðlaununum 2023.
Karen var einnig tilnefnd árið 2022, þá í flokknu nýliði ársins. Karen Ósk gaf út sína fyrstu plötu á árinu 2022. Hún skaust upp á stjörnuhimininn í október árið 2021 þegar að hún gaf út lagið Haustið ásamt Friðriki Dór.
Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.
Hlustendaverðlaunin 2023 verða haldin föstudaginn 17. mars en þetta er í tíunda skipti sem hátíðin fer fram. Kosningin fer fram á Vísi.is.
UMMÆLI