Karen María fer til Aserbaijan

Mynd: ka.is

Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þór/KA í knattspyrnu hefur verið valinn í lokahóp U17 sem tekur þátt í undankeppni EM í Aserbaijan.

Karen María flýgur með hópnum út föstudaginn 29. september og til baka mánudaginn 9. október. Ásamt heimastúlkum eru mótherjar Íslands bæði Spánn og Svartfjallaland. Það er til mikils að vinna því tvö efstu lið riðilsins halda áfram í milliriðla EM.

Karen María hefur átt frábært sumar en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún komið við sögu í fjórum leikjum í Pepsi deild kvenna en gegn FH fyrr í sumar gerði hún sér lítið fyrir og skoraði eina mark leiksins. Karen María hefur í sumar verið lykilmaður í 2. fl kvenna þar sem hún er markahæst í A-deildinni með 14 mörk. Það sama má segja um í 3. fl en þar er hún endaði hún markahæsti leikmaður B-deildar með 15 mörk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó