Karatefélag Akureyrar vann til margra verðlauna á RIG um helginaKeppendurnir alsælir með árangur helgarinnar.

Karatefélag Akureyrar vann til margra verðlauna á RIG um helgina

Karatefélag Akureyrar fór með fimm keppendur á RIG 2019, Reykjavík International Games, um helgina. Keppendur frá félaginu náðu frábærum árangri og komu hlaðin verðlaunum heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Björgvin Snær Magnússon hafnaði í 1. sæti kumite cadet. Daníel Karles Randversson, lenti í 2. sæti kumite cadet. Sóley Eva Magnúsdóttir hafnaði einnig í 2. sæti kumite cadet og 3. sæti í kata. Magnea Björt Jóhannesdóttir í 2. sæti kata 13 ára flokki og 3. sæti kumite.
Íris Hilmarsdóttir hafnaði einnig í 3. sæti kumite í 13 ára flokki.  

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó