Karatefélag Akureyrar með frábæran árangur á Íslandsmeistaramótinu

Íslandsmeistari í flokki 12 ára stúlkna er María Bergland Traustadóttir frá Karatefélagi Akureyrar (fyrir miðju).

Karatefélag Akureyrar náði góðum árangri á Íslandsmeistaramótinu í Kata í barna og unglingaflokki. Alls tóku 156 keppendur þátt í barnamótinu frá 11 félögum auk 29 hópkataliða. Karatefélag Akureyrar sendi átta keppendur á barnamótið og vann félagið þrenn bronsverðlaun.

Alex Parrages Solar hafnaði í 3. sæti í Kata 8 ára og yngri, Aþena Dögg Harðardóttir varð í þriðja sæti Kata flokki 9 ára telpna. Alex, Aþena og Adel Brimir Aronsson höfnuðu svo í þriðja sæti í hópkata 9 ára og yngri. Á unglingamótinu voru alls 87 keppendur frá tíu félögum og sendi Karatefélag Akureyrar tólf keppendur sem náðu góðum árangri. María Bergland Traustadóttir varð Íslandsmeistari í Kata í flokki 12 ára stúlkna og í sama flokki urðu Sigrún Karen Yeo og Sigrún Dalrós Eiríksdóttir í þriðja sæti. Sóley Eva Magnúsdóttir varð í öðru sæti í Kata 14 ára stúlkna og Björgvin Snær Magnússon varð í þriðja sæti í Kata 14 ára stráka. Magnea Jóhannesdóttir og Íris Hilmarsdóttir urðu í þriðja sæti í Kata 13 ára stúlkna. Sóley, Magnea og María urðu einnig í þriðja sæti í hópkata 14-15 ára.

„Karatefélag Akureyrar hefur vakið athygli í karatesamfélaginu fyrir glæsilega frammistöðu sína á mótum í ár. Það eru ekki nema þrjú ár síðan að félagið byrjaði að taka þátt í mótum og fyrsta skipti í ár hefur félagið sent keppendur á öll mót sem eru í boði hjá Karatesambandinu,“ segir í tilkynningu frá Karatefélagi Akureyrar.

Eftir tvö Grandprix mót af þremur sem er mót fyrir 12-17 ára á félagið þrjá keppendur með flest stig í báráttu um bikarinn í sínum flokki í bæði kata og kumite.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó