Kampselir spóka sig við Akureyri – Myndband

Skjáskot úr öðru myndbandinu.

Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, náði hreint út sagt frábærum myndböndum af góðum gestum sem heimsóttu Akureyri fyrr í vikunni. Algengt er á þessum árstíma að selir kíki í heimsókn og spóki sig fyrir heimamönnum. Heimkynni kampselsins eru í Norður-Íshafinu en hann flækist reglulega hingað til lands.

Landselir hafa verið algengustu gestirnir við strendur Íslands en þó hafa kampselir einnig kíkt við annað slagið.
Kampselir eru 2 til 2,5 m á lengd og allt að 360 kg á þyngd og eru þar með stærri en landselir en þó minni en fullvaxin útselur. Aðaleinkenni þeirra, og jafnframt það sem nafn þeirra er komið af, eru veiðihárin; áberandi ljós og löng og minna helst á tignarlegt yfirvaraskegg.

Þessi frábæru myndbönd má sjá í spilaranum hér að neðan. Við mælum með stilla á HD fyrir bestu myndgæðin:

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó