Kaffipása í Grímsey – Lokadagurinn

Kaffipása í Grímsey – Lokadagurinn

Líkt og lesendum Kaffisins er kunnugt þá eyddu Kaffidrengir síðastliðinni helgi í Grímsey, en þeim var boðið þangað af skipuleggjendum útihátíðarinnar High on Life Festival sem fór þar fram. Drengirnir voru á eyjunni í þrjá daga og hafa hingað til komið út myndbönd af ævintýrum fyrsta og annars dagsins.

Nú þegar helginni er lokið er myndband frá þriðja og síðasta deginum komið út sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Þar má sjá frá magnaðri bátsferð í kringum Grímsey, tónleikum í nýrri Grímseyjarkirkju og spegilsléttri sjóferð aftur í land. Tónlistin í myndbandinu er eftir Stefán Elí Hauksson og var tekin upp á tónleikum hans í Grímseyjarkirkju síðastliðinn sunnudag.

Til viðbótar við myndböndin sem sýna frá hverjum degi hafa einnig komið út á síðustu dögum viðtöl við ýmsa aðila: Hinrik Hólmfríðarson Ólason, skipuleggjanda hátíðarinnar og tónlistarmennina Stefán Elí Hauksson og Ivan Mendez. Fleiri viðtöl og myndbönd frá Grímseyjarferðinni eru væntanleg á næstu vikum.

VG

UMMÆLI

Sambíó