NTC

Kaffið kynnir: Kosningakaffið


Nú styttist óðfluga í kosningar og Kaffið ætlar sér að taka virkan þátt í að undirbúa unga kjósendur með því að fjalla ítarlega um stefnumál stjórnflokkanna og baráttuna sjálfa. Kaffið er að vinna í nýjum lið sem það kýs að kalla: Kosningakaffið. Á Kosningakaffinu munum við birta allt sem tengist kosningabaráttunni fyrir norðan.

Kaffið er um þessar mundir að vinna í því að taka viðtöl við alla flokkana og ætlar að auðvelda norðlenskum kjósendum verulega valið með því að veita sem einfaldastar og ítarlegar upplýsingar. Okkur er mikið hjartans mál að komast ekki bara að því hver uppáhaldslitur oddvita flokkanna er, heldur hvað þau ætla að gera fyrir landið okkar.
Það er mikilvægt að komast ekki bara að aðalatriðunum heldur smáatriðunum líka. Einnig verður forvitnilegt að heyra svör frá þingmönnum sem gefa kost á sér aftur hvaða kosningaloforð þeim hefur tekist nú þegar að efna, hver ekki og af hverju ekki.

Við vonum að þið fylgist grannt með Kosningakaffinu á næstu vikum og að það aðstoði vonandi einhverja. Það er vert að benda á það í kjölfarið að Kaffið tekur enga pólitíska afstöðu í kosningunum og umfjallanir koma til með að skiptast jafnt niður á alla flokka.

Sambíó

UMMÆLI