NTC

Kaffið fer til Grímseyjar – Sjáðu frá fyrsta deginum

Kaffið fer til Grímseyjar – Sjáðu frá fyrsta deginum

Starfsmenn Kaffisins eru staddir í Grímsey yfir helgina, þar sem útihátíðin High on Life festival er í fullum gangi. Hátíðin er áfengis- og vímuefnalaus og byggir því að mestu á tónlist og útivist, frekar en fylleríi. Skipuleggjendur buðu Kaffinu að koma að taka upp herlegheitin og tókum við glaðir við því boði.

Hátíðin er þó ekki það eina sem dregur Kaffið til eynnar, heldur þótti okkur það einfaldlega synd að hafa aldrei heimsótt þetta einstaka byggðarlag, sem er jú nyrsta hverfi Akureyrarbæjar. Hér verðum við alla helgina en í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem sýnir frá frá fyrsta degi okkar í eynni.

Tónlistin í myndbandinu er eftir Stefán Elí Hauksson, sem spilar á High on Life festival um helgina og lagið ber nafnið „Eyjafjörður.“ Hlustið á lagið á Spotify í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó