Samkaup undirritaði nýlega samstarfssamning við Kaffitár. Samningurinn felur í sér að kaffi og kaffivélar frá Kaffitár verða í öllum Kram- og Kjörbúðum Samkaupa. Viðskiptavinum býðst nú rjúkandi bolli frá Kaffitár í verslununum, sem staðsettar eru um allt land, meðal annars á Akureyri.
„Við erum hæstánægð með samstarfið og að geta nú fært viðskiptavinum okkar um land allt hágæða kaffi. Stefna Kaffitárs hvað varðar samfélagslega ábyrgð er algjörlega í takt við okkar eigin. Það skiptir okkur miklu máli að vera í samstarfi við fyrirtæki með svipaða sýn í umhverfis- og samfélagsmálum og við,“ segir Linda Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa.
Kaffitár er með skýra stefnu í umhverfis- og samfélagsmálum. Fyrirtækið verslar 80% af kaffi sínu beint frá bónda. Þetta tryggir bestu mögulegu gæði á kaffinu, auk þess að bændurnir fá vel greitt fyrir vinnuna sína án að komu milliliða. Kaffið er flutt inn til Íslands og því pakkað hér.
„Við erum mjög stolt af því að vera komin í samstarf með Kjör- og Krambúðunum. Þetta er byrjunin á góðu samstarfi, viðskiptavinum okkar til heilla. Við hjá Kaffitár viljum meina að á hverjum degi gleðjum við fjölda manns með góðum kaffibolla. Saman getum við glatt viðskiptavini okkar, einn kaffibolla í einu,“ segir Sólrún Björk Guðmundsdóttir, sölustjóri Kaffitárs.
UMMÆLI