NTC

Kaffi Kú boðar til snjókarlakeppni og býður góð verðlaun

Kaffi Kú boðar til snjókarlakeppni og býður góð verðlaun

Veitingastaðurinn Kaffi Kú hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum fyrir Norðlendinga undanfarnar vikur og mánuði. Vegna samkomubanns og kórónavírusins verður ekki hægt að halda slíkan viðburð þessa vikuna en forsvarsmenn Kaffi Kú hafa þess í stað boðað til skemmtilegrar keppni.

„Við erum að hvetja fólk til að fara saman út í garð og búa til snjórkarl pósta því svo á netinu og eiga möguleika á að vinna kjöt beint heim að dyrum þannig þetta er fullkomið fyrir þá sem eru í sóttkví,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal, einn eiganda Kaffi Kú.

Með því að setja mynd af snjókarli á samfélagsmiðla og merkja með myllumerkinu #kaffikú á fólk möguleika á því að vinna 1 kíló af hakki, 1 kíló af gúllas, 10 hamborgara og 10 sleikjóa.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook-síðu Kaffi Kú.

Þessi færsla er auglýsing. Smelltu hér til að lesa nánar um auglýsingar og auglýsingatilboð á Kaffið.is.

Sambíó

UMMÆLI