Kafað með lundanum í Grímsey

Kafað með lundanum í Grímsey

Halla að fara snorkla við heimskautsbaug

Halla að fara snorkla við heimskautsbaug

Halla Ingólfsdóttir byrjaði síðasta sumar með nýstárlega ferðaþjónustu í Grímsey. Halla hefur síðustu 20 ár verið með annan fótinn í Grímsey og sá mörg tækifæri í eyjunni. Aukin straumur ferðamanna til eyjarinnar kallaði eftir aukinni afþreyingu og ákvað Halla að svara því kalli þegar hún stofnaði fyrirtækið Arctic Trip.

Arctic Trip er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á ýmsa afþreyingu í Grímsey, meðal annars hefðbundnar leiðsagnir en einnig nýjar og spennandi upplifanir eins og til dæmis að snorkla eða kafa með lundanum við heimskautsbaug eða fá ,,selfie“ með lunda.

Halla var í áhugaverðu viðtali á Rás 1 við Snæfríði Ingadóttur, þar sem hún ræddi um Grímsey, Arctic Trip og lífið. Hlusta má á viðtalið í heild HÉR.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó