KA menn unnu sinn annan sigur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. KA vann þá sterkan sigur á útivelli gegn Stjörnunni.
Elfar Árni Aðalsteinsson og Ólafur Aron Pétursson skoruðu mörk KA í 2-0 sigri.
Eftir sigurinn eru KA menn í fimmta sæti deildarinnar með sex stig eftir fimm leiki.