KA urðu N1 mótsmeistarar 2017

Um helgina fór fram 31. N1 mót KA á KA svæðinu dagana 5. júlí – 8. júlí 2017. Mótið var það stærsta hingað til en um 1900 keppendur í 188 liðum frá 40 félögum tóku þátt. Alls voru spilaðir 792 leikir eða 23.760 mínútur af fótbolta.

Fram kemur á heimasíðu KA að mótið hafi heppnast mjög vel og mikil gleði haf ríkt á því. KA-TV sýndi frá mótinu og var vel fylgst með útsendingunum. Hér að neðan má sjá helstu upplýsingar um sigurvegara á mótinu en upplýsingar eru fengnar af vef KA. KA menn urðu N1 mótsmeistarar en þeir unnu Brasilísku deildina, Dönsku deildina og Frönsku deildina. Þróttur Vogum fengu Háttvísisverðlaun Sjóva og HK unnu Sveinsbikarinn fyrir háttvísi innan sem utan vallar. Þá voru ÍA valdir Stuðboltar mótsins.

Sigurvegarar á mótinu

N1 mótsmeistari: KA

Argentíska deildin: Fram 1
Brasilíska deildin: KA 3
Chile deildin: Grindavík 1
Danska deildin: KA 8
Enska deildin: Fram 6
Franska deildin: KA 11
Gríska deildin: Dalvík/KF 3

Stuðboltar mótsins: ÍA
Háttvísisverðlaun Sjóvá: Þróttur Vogum
Sveinsbikarinn: HK (háttvísi innan sem utan vallar)

Skotfastasti leikmaðurinn: Guðmundur Jónsson, Keflavík. 89 km/klst

Menn leiksins í úrslitaleik Argentísku deildarinnar:
Fram 1: Stefán Orri Hákonarson
Selfoss 1: Einar Breki Sverrisson

Menn leiksins í úrslitaleik Brasilísku deildarinnar:
KA 2: Ari Valur Atlason
KA 3: Valdimar Logi Sævarsson

Menn leiksins í úrslitaleik Chile deildarinnar:
Grindavík 1: Andri Daði Rúriksson
Höttur 1: Þorlákur Breki Þórarinsson Baxter

Menn leiksins í úrslitaleik Dönsku deildarinnar:
KA 8: Mikael Breki Þórðarson
HK 6: Mikael Geir Gunnarsson

Menn leiksins í úrslitaleik Ensku deildarinnar:
Fram 6: Pétur Snær
Breiðablik 8: Alex Darri

Menn leiksins í úrslitaleik Frönsku deildarinnar:
KA 11: Þormar Sigurðsson
KR 7: Ásgrímur Daníel Víðisson

Menn leiksins í úrslitaleik Grísku deildarinnar:
Tindastóll 3: Björn Jökull Bjarkason
Dalvík/KF 3: Elvar Karl

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó