KA úr leik í MjólkurbikarnumMynd: KA.is/Þórir Tryggva

KA úr leik í Mjólkurbikarnum

KA heimsóttu Víking í Reykjavík heim í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 þar sem Nikolaj Andreas Hansen skoraði fyrir Víkinga úr vítaspyrnu og Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði mark KA.

Leikurinn fór því í framlengingu þar sem hvorugu liðinu tókst að skora.

Víkingar skoruðu úr öllum fimm vítaspyrnum sínum í vítaspyrnukeppninni en KA mönnum mistókst að skora úr einni af sinni spyrnu og lokatölur í vítaspyrnukeppninni því 5-4 fyrir Víkinga sem fara áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

UMMÆLI