NTC

KA úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni

Emil Lyng klúðraði víti

KA fékk Grindavík í heimsókn í Bogann í undanúrslitum Lengjubikarsins í fótbolta í dag.

Þessi tvö lið ættu að þekkja hvort annað afar vel, þau fóru saman upp úr Inkasso-deildinni síðastliðið sumar og voru bæði á Spáni í æfingaferð í síðustu viku þar sem þau mættust tvisvar.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Grindvíkingar öflugri en KA-menn létu verja frá sér tvær fyrstu vítaspyrnurnar.

Gangur vítaspyrnukeppninnar

0-0 Brynjar Ásgeir Guðmundsson skaut yfir

0-0 Kristijan Jajalo varði frá Hallgrími Mar Steingrímssyni

0-1 Andri Rúnar Bjarnason skoraði

0-1 Kristijan Jajalo varði frá Emil Lyng

0-2 Björn Berg Bryde skoraði

1-2 Almarr Ormarsson skoraði

1-3 Gunnar Þorsteinsson skoraði

2-3 Davíð Rúnar Bjarnason skoraði

2-4 Hákon Ívar Ólafsson skoraði

Sambíó

UMMÆLI