Gæludýr.is

KA úr leik í bikarnum

KA úr leik í bikarnum

Gríðarlega góð stemming var á Akureyri í kvöld þegar að KA tók á móti Selfoss í 16-liða úrslitum Cocacola-bikar karla.

Jafnræði var með liðunum framan af en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sigur gestirnir frá Selfoss frammúr. Staðan í hálfleik var 12-16.
Selfyssingar héldu forystunni og juku við hana þegar leið á leikinn. Lokatölur 29-22.

Selfoss spilaði flottan handbolta í kvöld og var greinilegt að KA lagði töluverða áherslu á að stoppa Teit Einarsson, sem hefur farið hamförum í Olís-deildinni. Hann skoraði aðeins eitt mark í kvöld en Selfyssingar eru með breiðan hóp og stigu aðrir upp og má þar á meðal nefna Einar Sverrisson, Hauk Þrasarsson og Atla Ævar Ingólfsson. Hjá KA var gamli maðurinn Heimir Örn Árnason drjúgur, bæði í vörn og sókn og einnig ert vert að nefna unga drenginn Dag Gautason sem lék bæði í vinstra horni og vinstri skyttu. Selfyssingar voru duglegir að refsa KA-mönnum fyrir tæknifeila og munurinn á liðunum í kvöld voru hröð upphlaup og fráköst en Selfoss skoraði t.a.m. bara eitt mark úr 5 vítum en fengu fráköst eftir öll vörðu vítin.

Stemningin í kvöld var svo mikil að stöðva þurfti leik í síðari hálfleik þegar þjálfarateymi Selfyssinga kvartaði undan háváða frá stuðningsmönnum KA-manna. En 422 mættu í KA-heimilið í kvöld.

Markahæstur í liði gestanna var Haukur Þrastarson með 8 mörk, en í liði heimamanna voru þeir Áki Egilsnes, Dagur Gautason og Sigþór Árni Heimisson allir með 4 mörk.

Sambíó

UMMÆLI