KA tvöfaldur Meistari Meistaranna

KA tvöfaldur Meistari Meistaranna

KA varð Meistari Meistaranna í blaki um síðustu helgi í bæði karla- og kvennaflokki. Bæði lið unnu alla þá titla sem í boðið voru á síðustu leiktíð og hefja tímabilið í ár á svipuðum nótum.

Leikirnir um Meistara Meistaranna fóru fram á Hvammstanga. Karlarnir mættu Álftanesi og unnu 16-14 í oddahrinu eftir spennandi viðureign.

Konurnar mættu HK og sú viðureign endaði einnig í oddahrinu. KA konur unnu á endanum 15-10 sigur og leikinn þar með 3-2. KA því tvöfaldur Meistari Meistaranna í ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó