KA/Þór sigraði Íslandsmeistarana í Fram

KA/Þór sigraði Íslandsmeistarana í Fram

KA/Þór tók á móti Íslandsmeisturum Fram í KA heimilinu í kvöld. KA/Þór gerði sér lítið fyrir og sigraði leikinn 24-23 eftir dramatískar lokasekúndur, en Anna Þyrí skoraði sigurmark KA/Þór þegar aðeins átta sekúndur voru eftir af leiknum.

Martha Hermannsdóttir skoraði átta mörk fyrir KA/Þór og var einnig valin maður leiksins. Anna Þyrí var næst markahæst með fimm í liði KA/Þór. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir með sjö og Þórey Rósa með sex.

Eftir leikinn í kvöld sitja KA/Þór í fjórða sæti deildarinnar með 8 stig eftir 7 umferðir.

Næsti leikur liðsins verður þriðjudaginn 6. nóvember þegar liðið fer suður í Origohöllina og mætir Val sem situr á toppi deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

Staðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó