KA/Þór deildarmeistari í Grill 66 deild kvenna

KA/Þór er deildarmeistari

KA/Þór tryggði sér í kvöld efsta sætið í Grill 66 deild kvenna í handbolta með öruggum sigri á HK í sannkölluðum úrslitaleik í KA heimilinu. KA/Þór var í efsta sæti fyrir leikinn í kvöld með 29 stig en HK í öðru sæti með 27 stig.

KA/Þór stúlkur voru yfir nánast frá byrjun og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikshlé, 15-10. Þær héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi níu marka sigur, 30-21. KA/Þór er því deildarmeistari og munu stelpurnar leika í Olísdeildinni á næsta tímabili.

Ásdís Guðmundsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með 8 mörk. Martha Hermannsdóttir kom næst með 6 mörk. Í liði HK var Þórunn Friðriksdóttir markahæst með 5 mörk.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó