NTC

KA/Þór áfram í EvrópukeppninniMynd: Þórir Tryggva

KA/Þór áfram í Evrópukeppninni

KA/Þór tryggði sér í dag áfram í næstu umferð Evrópukeppninnar í handbolta með glæsilegum 37-34 sigri á KHF Istogu í Kósóvó.

Stelpurnar unnu báða leikina í einvíginu, samtals 63-56. Sigurinn í dag var aldrei í hættu en KA/Þór leiddu mest með 12 mörkum. Allir útileikmenn liðsins eru komnir með mark í Evrópukeppninni eftir fyrstu tvo leiki liðsins í sögu keppninnar.

Marka­hæst í liði KA/Þ​órs í dag var Rakel Sara Elvars­dótt­ir með sjö mörk. Martha Her­manns­dótt­ir kom þar næst með sex mörk og Unn­ur Ómars­dótt­ir skoraði fimm mörk.

Sambíó

UMMÆLI