KA/Þór á toppinn eftir sigur í æsispennandi leik

KA/Þór á toppinn eftir sigur í æsispennandi leik

KA/Þór halda áfram að vinna í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag tók liðið á móti ÍBV og vann 24-23 eftir svakalega spennandi viðureign.

ÍBV leiddi mest allan leikinn og hafði til að mynda 11-8 forskot í hálfleik. Í seinni hálfleik komst ÍBV í 17-13 en í kjölfarið jafnaði KA/Þór leikinn með fjórum mörkum á skömmum tíma.

Viðureignin var æsispennandi eftir það en KA/Þór skoruðu að lokum sigurmarkið úr vítakasti þegar stutt var eftir.

Ásdís Guðmundsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með sex mörk og þá varði Matea Lonac 15 skot í marki KA/Þór.

KA/Þór fer aftur í toppsæti deildarinnar að minnsta kosti um stundarsakir. Fram og Valur eiga leik til góða og geta enn jafnað KA/Þór í toppsætinu með 12 stig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó