KA tekur þátt í Scandinavian League

KA tekur þátt í Scandinavian League

Knattspyrnulið KA mun taka þátt í nýju verkefni í byrjun næsta árs en KA er eitt af 12 liðum sem keppa á Scandinavian League mótinu sem fer fram dagana 24. janúar til 5. febrúar á Alicante á Spáni.

KA er í C-riðli mótsins og KA mun leika í C-riðli og hefur leik þann 26. janúar með leik gegn norska liðinu IK Start. Því næst leika strákarnir gegn finnska liðinu HJK Helsinki 29. janúar og loks gegn þriðja skandinavíska liðinu þann 1. febrúar en beðið er eftir staðfestingu á síðasta liðinu. Í kjölfarið verður svo leikið til undanúrslita og úrslita á mótinu.

Tvö íslensk lið taka þátt í mótinu en auk KA munu Íslandsmeistarar Víkings taka þátt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó