NTC

KA tapaði og Þór gerði jafntefli

Mynd: fotbolti.net/Sævar Geir

KA menn léku sinn annan leik í Pepsi deildinni þegar liðið fór suður í Egilshöll aftur en liðið lék einnig þar í fyrstu umferð gegn Fjölni, í dag mætti liðið Fylki. 870 manns mættu í Egilshöll í dag.

Leikurinn fór fjörlega af stað en Emil Ásmundsson skoraði fyrir Fylki strax á 5. mínútu. Jonathan Glenn bætti við öðru marki rétt fyrir hálfleik fyrir Fylkismenn og staðan 2-0 í hálfleik.
Á 51. mínútu skoraði Orri Sveinn Stefánsson sjálfsmark og kom KA í 2-1. Ekki voru mörkin fleiri og því 2-1 tap KA staðreynd en næsti leikur liðsins verður á heimavelli þegar ÍBV kemur í heimsókn næsta laugardag á Akureyrarvöll, leikurinn hefst kl: 14:00.

Þórsarar hófu leik í Inkasso deildinni í gær þegar liðið heimsótti Hauka í Hafnafjörð. Sá leikur fór einnig mjög fjörlega af stað en strax á 4. mínútu skoraði Orri Sigurjónsson fyrir Þórsara, Haukar voru þó fljótir að svara en á 9. mínútu skoraði Arnar Aðalgeirsson. Alvaro Montejo bætti við öðru marki Þórsara á 34. mín staðan í hálfleik 1-2 fyrir Þór.

Arnar Aðalgeirsson var svo aftur á ferðinni fyrir Hauka á 57. mín og fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því 2-2 jafntefli í snjókomunni í Hafnarfirði. Næsti leikur Þórsara verður á uppstigningardag, fimmtudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Þorpið. Sá leikur er skráður á Þórsvöll en verður hugsanlega færður í Bogann.

Þórsvöllur 15. apríl
Mynd: Kaffið.is/Jónatan

Sambíó

UMMÆLI