Breiðablik kom í heimsókn á Akureyrarvöll í gær og spilaði knattspyrnuleik gegn heimamönnum í KA. Leikurinn var hluti af 12. umferð í Pepsi deild karla. Liðin mættust í 1. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í haust þar sem KA sigraði örugglega 3-1. KA menn sigruðu ÍBV 6-3 í síðasta heimaleik sínum í einum skemmtilegasta leik sumarsins.
Leikurinn gegn Breiðablik hófst ekki gæfulega en Breiðablik komust yfir á fyrstu mínútum leiksins. KA menn náðu þó að snúa leiknum sér í vil með tveimur mörkum frá Emil Lyng. Staðan 2-1 í hálfleik.
Breiðablik skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og tryggðu sér 4-2 sigur á sterkum útivelli. Höskuldur Gunnlaugsson var frábær í liði Breiðabliks en hann lagði upp öll 4 mörk þeirra.
KA menn eru enn í 5. sæti deildarinnar 5 stigum á eftir FH í 4. sæti. Liðið hefur fengið á sig 7 mörk í síðustu tveimur leikjum. Srdjan Tufegdzic þjálfari KA sagði að varnarleikurinn væri áhyggjuefni í viðtali við Viktor Andréson á fotbolti.net eftir leik.
UMMÆLI