KA tapaði á heimavelli gegn Breiðablik

KA tapaði á heimavelli gegn Breiðablik

KA fengu Breiðablik í heimsókn í kvöld í 4. umferð Pepsi Max deildar karla, leikurinn var spilaður í blíðskaparveðri á Greifavellinum og mættu rúmlega 900 áhorfendur á leikinn.

Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir tveggja mínútna leik þegar Thomas Mikkelsen skoraði örugglega úr víti fram hjá Aroni Degi í marki KA. Daníel Hafsteinsson hafði þá brotið á Mikkelsen eftir hornspyrnu.

Gestirnir voru sterkari aðilinn fyrst um sinn en KA menn tóku smá saman öll völd á vellinum og voru óheppnir að skora ekki í kvöld. Pressa KA manna var mikil sérstaklega undir lok leiks og fengu KA menn meðal annars 15 hornspyrnur í leiknum.

KA eru eftir leikinn í kvöld aðeins með 3 stig eftir 4 umferðir en næsti leikur liðsins er útileikur gegn Stjörnunni næstkomandi sunnudag.

Breiðablik eru hins vegar komnir með 10 stig eftir fyrstu 4 umferðirnar og eru á toppi deildarinnar ásamt Skagamönnum.

UMMÆLI