KA stofnar lyftingadeild

KA stofnar lyftingadeild

Á félagsfundi KA í gær var samþykkt að stofna nýja félagsdeild innan félagsins, Lyftingadeild KA. Í tilkynningu á vef KA segir að í nýju deildinni munu iðkendur leggja stund á kraftlyftingar og ólympískar lyftingar.

Með sanni má segja að lyftingarnar séu komar heim í KA, en fyrr á árum átti KA Íslandmeistara í lyftingum eins og lesa má um í sögu félagsins. Við munum seinna kynna hina nýju deild fyrir öllum félagsmönnum KA á miðlum félagsins.Við bjóðum lyftingafólk velkomið í KA að nýju og væntum góðs samstarfs og árangurs af hinni nýju deild okkar,“ segir í tilkynningu KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó