KA spáð efsta sæti í handboltanum

Mynd: ka.is

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir komandi handboltatímabil þar sem meðal annars var lögð fram spá um lokastöðu liðanna í vetur. Karlamegin var KA spáð efsta sætinu í Grill 66 deildinni og kvennaliði KA/Þórs var spáð 2. sætinu í Grill 66 deildinni.
Eins og flestir ættu að vita dró KA sig útúr samstarfinu um Akureyri Handboltafélag í sumar og leikur því í næstefstu deild sem ber nafnið Grill 66 deildin. Þá er einnig spáð því að Akureyri haldi fast í lið KA þar sem þeim er spáð 2. sæti í Grill 66 deildinni.
Kvennaliði KA/Þórs er spáð 2. sætinu en aðeins munaði einu stigi á þeim og HK sem var spáð toppsætinu. Stelpurnar voru hársbreidd frá því að vinna deildina í fyrra og eru staðráðnar í að ná toppsætinu í ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó