KA sótti stig á Alvogen völlinn

Það stefndi allt í að liðin myndu skipta með sér stigunum þegar KA mætti KR á Alvogen vellinum í Vesturbæ í dag. Fyrir leikinn voru KR-ingar fjórum stigum á undan KA í 4. sæti deildarinnar með 29 stig. KA menn sátu í því 5. með 25 stig.

Fyrri hálfleikur var í rólegri kantinum en KA menn fengu hættulegri færi. Staðan þó 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri en þar stóð frábær markvarsla Srdjan Rajkovic eftir aukaspyrnu Tobias Thomsen uppúr þar til á lokamínútum leiksins.

Á 94. mínútu uppbótartíma skoraði Tobias Thomsen mark fyrir KR-inga og virtist allt stefna í að KA menn þyrftu að sætta sig við svekkjandi tap en eftir að hafa rætt við aðstoðardómara dæmdi dómari leiksins Pétur Guðmundsson markið ógilt vegna rangstöðu.

Leiknum lauk því með markalausu jafntefli. KA menn eiga tvo leiki eftir í Pepsi deildinni. Grindavík kemur í heimsókn á Akureyrarvöll í síðasta heimaleik sumarsins þann 24. september næstkomandi. Síðasti leikur KA í sumar verður svo í Vestmannaeyjum þann 30. september gegn ÍBV á Hásteinsvelli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó