KA stelpurnar tóku á móti Völsungum í hörkuleik sem fram fór í KA heimilinu í gærkvöldi. Þetta er önnur umferðin í mizunodeildinni í blaki.
Heimastelpur byrjuðu betur og unnu örugglega fyrstu hrinuna 25 – 15.
Í annarri hrinu mættu bæði liðin ákveðin til leiks og hélst leikurinn nokkuð jafn fram yfir miðja hrinuna. KA stelpurnar sigu þó hægt fram úr og virtust ætla að klára þetta. Í stöðunni 23 – 18 KA í vil komu Völsungsstelpur ákveðnar til leiks og með erfiðum uppgjöfum frá leikmanni nr 11 í Völsungum, náðu þær að jafna 23 -23. Lokastigin urðu alltaf fleiri og fleiri sem endaði svo með því að Völsungar unnu hrinuna 33 – 31.
Völsungar byrjuðu af krafti í þriðju hrinu og komust í 7 – 1. Heimastelpur náðu svo að rífa sig í gang og unnu æsispennandi hrinuna 27 – 25.
KA stelpurnar unnu síðan fjórðu og síðustu hrinuna og voru þannig búnar að tryggja sér 3 – 1 sigur á Völsungum.
UMMÆLI