NTC

KA sigraði Val og endar í öðru sætiHallgrímur gerði bæði mörk leiksins. Mynd:Þórir Tr.

KA sigraði Val og endar í öðru sæti

KA tók á móti Val á heimavelli í dag í síðustu umferð Bestu deildarinnar. KA sigraði leikinn 2-0 með mörkum frá Hallgrími Mar Steingrímssyni annað úr vítaspyrnu og hitt með glæsilegu skoti utan vítateigs.

Sigurinn í dag tryggði KA 2. sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi fyrir utan árið 1989 þegar liðið varð Íslandsmeistari. 2. sæti deildarinnar tryggir KA í Evrópukeppni næsta sumar.

Þá var Nökkvi Þeyr Þórisson valinn besti leikmaður deildarinnar í sumar af öðrum leikmönnum deildarinnar. Nökkvi endaði einnig markahæstur í deildinni með 17 mörk ásamt Guðmundi Magnússyni leikmanni Fram. Nökkvi skoraði þó síðast í ágúst þar sem hann fór frá KA áður en tímabilið kláraðist til Beerschot V.A. í Belgíu.

Sambíó

UMMÆLI