KA sigraði í KeflavíkElfar Árni skoraði tvö í kvöld. Mynd: mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

KA sigraði í Keflavík

KA heimsótti Keflvíkinga heim í kvöld í 16. umferð Pespi deildarinnar.

Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu þegar Elfar Árni skoraði úr vítaspyrnu eftir að Vla­dimir Tufegdzic var felldur innan teigs af Sindra Kristni í marki heimamanna.

Ásgeir Sigurgeirsson tvöfaldaði forystu gestanna á 30. mínútu með laglegu marki.

Elfar Árni var svo aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar hann skoraði aftur úr vítaspyrnu í þetta skiptið braut Rúnar Þór klaufalega á Ásgeiri Sigurgeirssyni.

0-3 lokatölur í Keflavík og KA-menn komnir í þægilega stöðu í Pepsi deildinni í sjöunda sæti með 22 stig.

Næsti leikur KA er eftir viku eða á sunnudaginn 19. ágúst þegar KR kemur í heimsókn á Greifavöllinn.

UMMÆLI

Sambíó