NTC

KA sigraði Fjölni

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði í kvöld. Mynd: Sævar Sig.

KA fengu Fjölni í heimsókn á Greifavöllinn í kvöld í Pepsi deildinni. 824 mættu á völlinn í kvöld í flottu fótboltaveðri á Akureyri.

KA menn mættu mikið grimmari til leiks og strax á 15. mínútu komust heimamenn yfir með marki frá Daníel Hafsteinssyni eftir hornspyrnu frá Hallgrími Mar. Rúmlega tíu mínútum eftir markið átti Martinez í marki KA langa sendingu fram á Ásgeir Sigurgeirsson sem hafði betur í kapphlaupi við Bergsvein Ólafsson og skoraði í mark Fjölnis, 2-0 í hálfleik fyrir heimamenn.
Seinni hálfleikur var frekar tíðinda lítill og lokastaðan á Akureyri í dag 2-0 fyrir KA sem kom sér upp úr fallsæti með sigrinum.

Næsti leikur KA verður í Grindavík á fimmtudaginn í næstu viku eða 12. júlí.

Sambíó

UMMÆLI