KA menn eru byrjaðir að undirbúa lið sitt fyrir átökin í Pepsi deildinni næsta sumar. Á dögunum skrifaði bakvörðurinn öflugi Hrannar Björn Steingrímsson undir nýjan samning og nú hafa þrír ungir og efnilegir leikmenn skrifað undir sinn fyrsta samning við KA.
Þetta eru þeir Aron Elí Gíslason, Andri Snær Sævarsson og Hjörvar Sigurgeirsson. Aron Elí spilar sem markvörður fæddur árið 1999. Andri Snær Sævarsson er varnarmaður og var lykilmaður í liði 2. flokks KA sem fór upp úr B-deild Íslandsmótsins í sumar. Andri er fæddur árið 1998. Hjörvar Sigurgeirsson er öflugur bakvörður fæddur árið 1998. Allir skrifa þeir undir tveggja ára samning við félagið.
UMMÆLI