NTC

KA semur við króatískan miðvörð

KA mönnum hefur borist liðstyrkur fyrir síðari hluta Pepsi-deildarinnar en króatíski miðvörðurinn Vedran Turkalj hefur samið við Akureyarliðið út tímabilið.

Turkalj er 29 ára gamall og á 12 leiki að baki með yngri landsliðum Króatíu. Varnarleikur KA hefur ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum og er Turkalj ætlað að fylla skarð Guðmanns Þórissonar sem leikur væntanlega ekki meira með liðinu í sumar að sökum meiðsla.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, greindi frá því í viðtali við fjölmiðla eftir 4-2 tap KA gegn Breiðabliki í gær að varnarleikur liðsins væri áhyggjuefni og ljóst er að Turkalj verður KA mönnum mikill liðsstyrkur.

KA er sem stendur í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. Liðið leikur næst heimaleik gegn ríkjandi íslandsmeisturum FH þann 5.ágúst og mun nýjasti liðsmaður þeirra væntanlega koma til með að þeyta frumraun sína þar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó