KA segir upp samningi við Halldór Stefán

KA segir upp samningi við Halldór Stefán

Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að segja upp samningi við Halldór Stefán Haraldsson, þjálfara liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins.

„Eftir krefjandi vetur tók stjórn deildarinnar þá erfiðu ákvörðun að gera breytingar á þjálfarateyminu. KA vill þakka Halldóri innilega fyrir hans störf, en hann hefur lagt líf og sál í liðið síðastliðin tvö ár og sinnt starfinu af heilindum og virðingu,“ segir í tilkynningunni.

Leit að nýjum þjálfara er hafin og verður frekari frétta að vænta á næstu vikum.

Sambíó
Sambíó