KA og Þór framlengja samstarfið um rekstur Þórs/KAMynd: KA.is/Egill Bjarni

KA og Þór framlengja samstarfið um rekstur Þórs/KA

KA og Þór hafa undirritað nýjan samstarfssamning um rekstur kvennaliðs félaganna Þór/KA í knattspyrnu meistaraflokks sem og í 2.flokki.
Samningurinn er í raun framlenging á núverandi samning og gildir framlengingin til haustsins 2023.

Formenn KA og Þór voru ánægðir með samninginn í viðtali við heimasíður félaganna.

,,Samstarfið hefur gengið vel undanfarin ár og árangur liðsins verið frábær. Umgjörðin hefur verið glæsileg og liðið mætt miklum velvilja og fengið góðan stuðning. Það er því von mín að áframhald megi verða á, bæði hvað varðar gott samstarf og góðan árangur, og að þetta samstarf um kvennaknattspyrnu megi verða hvatning til frekara samstarfs félaganna  til hagsbóta fyrir iðkendur og aðra félagsmenn“ sagði Ingi Björnsson formaður Þórs.

,, Hér er verið að festa í sessi það góða samstarf sem hefur verið um reksturinn undanfarin 2 ár milli félaganna. Samstarfssamningurinn er undirstaðan í því frábæra starfi sem sjálfboðaliðar félaganna inna af hendi, árangur liðsins hefur verið eftirtektarverður og gleðistundir stuðningsmanna ófáar. Nú er verið að horfa lengra fram á veginn og því er ég þess fullviss að Þór/KA haldi áfram að fylla bæjarbúa stolti. Það dylst heldur engum sem hefur fylgst með starfi Þór/KA að núverandi samstarf félaganna hefur gert rekstrarumhverfi Þór/KA mun öflugra sem vonandi heldur áfram að skila sér í yngri flokka starf félaganna“ sagði Ingvar Már Gíslason formaður KA.

Efri röð, leikmenn Þórs/KA. Hulda Ósk Jónsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Neðri röð frá vinstri, Þórður Halldórsson f.h. knattspyrnudeildar Þórs, Ingi Björnsson formaður Þórs, Ingvar Már Gíslason formaður KA og Hjörvar Marons f.h. knattspyrnudeildar KA. Mynd: KA.is/Egill Bjarni

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó