KA og KA/Þór tryggðu sig í úrslitahelgi bikarkeppninnar

KA og KA/Þór tryggðu sig í úrslitahelgi bikarkeppninnar

Handboltalið KA og KA/Þór sigruðu bæði sína leiki um helgina og tryggðu sig áfram í úrslitahelgi Coca-Cola bikarkeppninnar í handbolta. Þetta er þriðja árið í röð sem að KA/Þór tekur þátt í úrslitahelginni en liðið vann bikarkeppnina á síðasta ári.

Stemn­ing­in í KA heimilinu var frábær um helgina. KA/Þór vann sannfærandi sigur á HK, 30-20. Strákarnir í KA unnu þá glæsilegan 28-26 sigur á Haukum.

Úrslitahelgin fer fram 9. til 12. mars næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó