Gæludýr.is

KA og Akureyri verða bæði með lið í 1. deild næsta vetur

Akureyri handboltafélag verður nú alfarið rekið af Þór.

Málin virðast vera farin að skýrast í handboltamálum Akureyrar næsta vetur. Í yfirlýsingu sem ÍBA, KA og Þór sendu frá sér í dag kemur fram að samstarf félaganna Þór og KA við rekstur á meistaraflokki karla í handknattleik sé lokið. Liðin komust að þessari niðurstöðu í samstarfi við Handknattleikssamband Íslands.

Í síðustu viku sendu félögin frá sér yfirlýsingu um samstarfsslit sem yfirstjórn Þórs neitaði síðar. Nú er komið á hreint að Þór mun alfarið sjá um rekstur Akureyri handboltafélags en KA mun senda eigið lið til keppni. Akureyri Handboltafélag og KA munu því bæði taka þátt í keppni í 1. deild að ári.

Samstarf liðanna mun halda áfram í kvennastarfi undir nafni KA/Þór. Í yfirlýsingunni þakka bæði félögin HSÍ fyrir aðkomu þeirra í málinu og óska hvort öðru velfarnaðar við uppbyggingu handboltans á Akureyri.

 

 

Sambíó

UMMÆLI