KA-menn í heimsókn í Grafarvoginn

Mynd: Þórir Tryggva

KA mætir Fjölni í 14.umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu í dag. KA-menn sitja einu sæti ofar en Fjölnir í 8.sæti deildarinnar með 16 stig eftir 13 leiki. Liðið getur með sigri skotist upp fyrir Breiðablik og Víking Reykjavík í 6. sæti.

KA menn gerðu sterkt jafntefli við Íslandsmeistara FH um Verslunarmannahelgina á Akureyrarvelli. KA-menn unnu öruggan 2-0 sigur þegar þeir mættu Fjölni 14. maí á heimavelli. Elfar Árni Aðalsteinsson og Emil Lyng skoruðu mörk KA í þeim leik. Með þeim sigri tyllti liðið sér á topp deildarinnar um stundarsakir.

Leikurinn í dag fer fram á Extra vellinum í Grafarvogi og hefst klukkan 18:00.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó