KA-menn ekki í vandræðum með Hauka – KA/Þór tapaði

KA-menn ekki í vandræðum með Hauka – KA/Þór tapaði

KA-menn fara heldur betur vel af stað í Olís-deild karla í vetur. Eftir frábæran sigur á nágrönnunum í Akureyri í fyrstu umferð tóku KA-menn á móti Haukum frá Hafnarfirði í KA-heimilið í dag.

Sigur KA var aldrei í hættu en liðið náði öruggu forskoti strax í byrjun leiks og hélt því út leikinn. KA vann leikinn að lokum 31-20. Áki Egilsnes var markahæstur KA-manna með níu mörk.

Gífurlega sterkr sigur KA en Haukum var spáð titlinum fyrir tímabilið. Hér að neðan má sjá markaskorara KA:

Áki Egilsnes – 9 / 2
Jón Heiðar Sigurðsson – 6
Dagur Gautason – 6
Allan Norðberg – 3
Tarik Kasumovic – 2
Daníel Matthíasson – 2
Sigþór Gunnar Jónsson – 1
Andri Snær Stefánsson – 1
Sigþór Árni Heimisson – 1


 

Konurnar í KA/Þór byrja ekki eins vel og karlarnir en liðið mætti Valskonum í sínum fyrsta leik í Olís-deild kvenna í dag. Slæm byrjun kostaði KA/Þór sigurinn en í upphafi leiks náðu Valskonur 9-1 forskoti.

KA/Þór komu sterkari til leiks í síðari hálfleik en það var ekki nóg eftir erfiða byrjun og leiknum lauk með sex marka sigri Valskvenna, 25-19.

Martha Hermannsdóttir – 7 / 3
Katrín Vilhjálmsdóttir – 4
Sólveig Lára Kristjánsdóttir – 4
Ásdís Guðmundsdóttir – 2
Una Kara Vídalín – 1
Ólöf Marín Hlynsdóttir – 1

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó