Gæludýr.is

KA með stórsigur á ríkjandi ÍslandsmeisturunumMynd: Knattspyrnufélag Akureyrar/ka.is

KA með stórsigur á ríkjandi Íslandsmeisturunum

KA menn sigruðu ríkjandi Íslandsmeistara Vals í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í gær. Bæði lið höfðu tækifæri á 3. sætinu í deildinni og mögulegu Evrópusæti ef allt gengur upp.

Birkir Már Sævarsson kom Valsmönnum yfir á 5. mínútu. Sebastiaan Brebels jafnaði síðan metin og var staðan 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik bætti KA þremur mörkum og voru það Nökkvi Þeyr Þórisson, Brebels og Elvar Árni Aðalsteinsson sem skoruðu mörkin. KA vann 1-4 sigur á heimavelli Íslandsmeistaranna og komu sér þar með upp í þriðja sæti deildarinnar.

KA tekur á móti FH í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar um næstu helgi. Efstu tvö sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í Evrópukeppni. Ef lið Víkinga vinnur hins vegar Mjólkurbikarinn mun 3. sæti deildarinnar einnig gefa Evrópusæti. Það er því til mikils að vinna fyrir KA að tryggja sér þriðja sætið og halda þar með draumnum um Evrópukeppni á næsta tímabili á lífi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó